Vörur & þjónusta
Röff er ekki bara bakarí. Fjölskyldan í Röff hefur stundað veitingastarfsemi í áratugi.
Bakaríið

Í bakaríinu okkar við Ármúla 42 er boðið upp á fjölbreytt úrval af kaffi og meðlæti. Geggjuð rjúkandi fersk brauð, súrdeigs ofl. Svo eru það auðvitað rúnstykkin, croissant, beyglurnar og allt hitt. Úrval snúða, kleinuhringja og annað ljúffengt gotterí. En við erum ekki bara bakarí…
Kaffihús

Í bakaríinu okkar er líka kaffihús. Við bjóðum þér upp á úrvals kaffi með öllu góða meðlætinu. Sæti fyrir 20 manns eru inni á staðnum og við stillum stólum út í sólina þegar veður leyfir. Við tökum á móti hópum og bókum fasta hópatíma. Barnastólar og hjólastólaaðgengi.
Smurbrauðsstofa

Við erum líka smurbrauðsstofa. Við smyrjum alla daga vikunnar og eigum yfirleitt alltaf tilbúið smurt, t.d. rúnstykki, beyglur og croissant. Úrvalið er mest á morgnanna og minnkar seinni partinn, þetta er jú allt ferskbakað frá grunni. Smyrjum einnig eftir pöntunum.
Tertur

Við erum líka tertugerð. Við elskum góðar tertur og erum önnum kafin allt árið við að baka tertur fyrir hin ýmsu tilefni. Við sérmerkjum líka tertur með ljúffengum sérmerkingum. Minni tertur eru til á lager en þú forpantar þær stærri, 10, 12, 15, 16, 30 eða 60 manna.
Veisluþjónusta

Við erum líka veisluþjónusta. Fjölskyldan að baki Röff hefur áratuga reynslu í veisluþjónustu og er einnig eigandi að Veislunni ehf á. Veisluþjónustan okkar er því þeim eiginleikum búin að við getum boðið upp á mjög víðfemt úrval girnilegra veislurétta. Pantanir í síma 7929211.
Fyrirtækjaþjónusta

Við erum líka með fyrirtækjaþjónustu. Í fyrirtækjaþjónustu geta fyrirtæki pantað fastar heitar máltíðir í hádeginu og/eða funda-/veislubakka af ýmsum stærðum og gerðum. Við keyrum út stærri pantanir til fyrirtækja. Þjónustan er veitt í samsarfi við Veisluna ehf. Pantanir í síma 7929211.
Heitur matur í hádeginu

Við erum líka með heitan mat í hádeginu. Alla opnunardaga er boðið upp á margbreytilegan ljúffengan hádegismat og heitar súpur. Ferskur fiskur á mánudögum, veislumatur á föstudögum. Breytilegur heitur matur aðra daga. Hádegismatur byrjar 11:30.