Um okkur
Um Okkur
Röff er fjölskyldubakarí, stofnað árið 2020. Við höfum starfað í veitingarekstri í áratugi með áherslu á veisluþjónustu. Röff er framhald á okkar starfi til að auka vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini.

Röff er alhliða bakarí sem býður upp á fyrsta flokks brauðmeti, hádegismat, gotterí, tertur, smurbrauð, veisluþjónustu og fyrirtækjaþjónustu. Starfsfólk Röff er reynslumikið og á meðal starfsfólks eru bakarar, matreiðslumenn og smurbrauðsdömur. Ísak Runólfsson bakarameistari og meðeigandi stýrir bakstrinum ásamt þaulreyndu aðstoðarfólki.
Um Okkur
Við leggjum metnað okkar í ferskleika og ljúffengt bragð ásamt því að vera með breitt úrval af vörum og þjónustu. Röff er í nánu samstarfi við Veisluna ehf sem er í eigu sömu fjölskyldu og saman bjóðum við upp á breiða línu veislurétta ásamt öllu eim tertum og brauðmeti sem hugurinn girnist eða aðstæður vilja bjóða upp á.
Veisluþjónusta og fyrirtækjaþjónusta er með síma 7929211 þar sem hægt er að panta hádegismat fyrir fyrirtæki og fundabakka ásamt veislumat. Einnig bjóðum við upp á borðbúnað úr gleri og kristal, skreytingar, drykki, veislusali og skemmtikrafta. Við komum með veitingarnar í fyrirtækið þitt, eða á veisluborðið, fallega fram settar, þegar þér hentar.
Vörumerkið Röff er í eigu Kabí ehf, 450511-0480. Stjónarformaður er Andrea Þóra Ásgeirsdóttir.
