Við erum Röff – ekki bara bakarí
Veisluþjónusta
Bakarí
Bakarí & kaffihús

Við erum lókal kaffihús og bakarí í Ármúlanum. Við elskum að baka og búa til ljúffengt brauðmeti og meðlæti með kaffinu. Við fyllum bakaríið alla morgna af handverki sama dags. Til okkar koma alls konar gestir til að bæði tylla sér niður eða fá take-away. Heiti maturinn í hádeginu, hann er líka fáanlegur í take-away.Við birtum matseðla á Facebook og Instagram, nýir matseðlar vikulega.
Smurt og ferskt

Við erum rosalega dugleg að smyrja rjúkandi fersk rúnstykki, croissant, beyglur ofl. Við hefjum daginn eldsnemma og bökum allt brauðið okkar frá grunni á staðnum og sjáum til þess að kl. 8 á morgnana á virkum dögum, þá er allt klárt fyrir þig. Smurbrauðin, kökurnar, snúðarnir, vínarbrauðin, súrdeigsbrauðin og allt hitt gotteríið, þetta er allt á sínum stað. Mesta úrvalið er á morgnana.
Við erum í Ármúla 42


